Þemadagar á Kleppjárnsreykjum

Dagana 24. – 26. janúar voru þemadagar á Kleppjárnsreykjum. Unnið var með stefnur skólans; heilsueflingu, útinám, Grænfána, leiðtogann í mér og Réttindaskólann. Ýmis verkefni voru á hverri stöð eins og þrautalausnir, spil, hnitsetning staða í héraði, litir í umhverfinu og borðtennis. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á aldur og var ánægjulegt að sjá hve allir nutu sín í fjölbreyttum verkefnum.