Helgileikur

Hluti af hefðum við Grunnskóla Borgarfjarðar er þegar nemendur á Hvanneyri flytja helgileikinn í Hvanneyrarkirkju. Þar fara nemendur í 4. bekk með aðalhlutverkin en aðrir nemendur eru í kór og öðrum hlutverkum. Vel var sótt og undu áhorfendur sér við fallegan söng og notalega stund.

Textílmennt hjá 3. bekk

Nemendur í 3. bekk á Kleppjárnsreykjum krosssaumuðu jólatré sem munu skreyta matsalinn fram að jólum.    

Jólaval á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í jólavali á Kleppjárnsreykjum eru í 5. – 10. bekk. Þau eru reglulega að vinna fjölbreytt jólaverkefni sem birtast hér og þar um skólann til að efla jólagleðina.

Piparkökubakstur á Varmalandi

Nemendur á Varmalandi bökuðu piparkökur til þess að nýta til skreytingar á 1. desember þegar foreldrar kíktu í heimsókn og voru að föndra með okkur.  

Jólagluggar á Kleppjárnsreykjum

Áralöng hefð er fyrir því að gluggaröð við þjóðveginn á Kleppjárnsreykjum sé skreytt skuggamyndum á aðventunni. Myndirnar eru unnar af nemendum skólans og hafa verið endurbættar í gegnum tíðina. Nemendur á unglingastigi tóku að sér í ár að setja myndirnar upp, mögulega í síðasta skipti því fyrirhugaðar eru breytingar á þessum hluta skólans.     

Hringekja á Varmalandi

Yngsta stigið á Varmalandi fer tvisvar sinnum í viku í hringekju. Á þriðjudögum eru þau í smíði, myndmennt og tónlist. Á fimmtudögum er heimilisfræði, upplýsingatækni og textílmennt.  

Teiknival á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í teiknivali á Kleppjárnsreykjum byrja alla tíma á hraðateikningum.  Í desember urðu jólalög fyrir valinu þar sem nemendur fá eina mínútu fyrir hvern ramma. 

Samsöngur á Kleppjárnsreykjum

Föstudaginn 1. desember var dagur tónlistarinnar og af því tilefni var eflt til samsöngs á landinu öllu. Nemendur á Kleppjárnsreykjum lögðu sitt af mörkum við sönginn og mættu þau öll í matsalinn og tóku þátt í átakinu. Sungið var lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en hún varð 70 ára á þessu ári. Nemendur sungu með mikilli upplifun og …

Upplestur í Brún

Undanfarin ár hefur Félag eldriborgara í Borgarfirði boðið nemendum úr Grunnskóla Borgarfjarðar að koma og flytja upplestur fyrir gesti.  Iðulega hefur upplesturinn verið í kringum dag íslenskrar tungu en að þessu sinni var farið 29. nóvember.  Frá Hvanneyri fóru þeir Kiljan Kormákur og Indriði Björn, nemendur úr 5. bekk. Frá Kleppjárnsreykjum komu Ólafur Fannar, Atli og Emelía Eir nemendur úr 7. bekk og frá Varmalandi komu Hrafnhildur úr 3. bekk og  Illia úr 4. bekk.  Allir stóðu sig með mikilli prýði og þökkum við kærlega fyrir boðið í Brún.    

Jólaval á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í jólavali fóru og sóttu sér efnivið í jólatré sem þau ætla að setja á veggi skólans í desember.