Ný sýning í Hallsteinssal – Safnahús Borgarfjarðar

Þrátt fyrir heimsfaraldur er árið 2021 líflegt sýningaár í Safnahúsinu og verða alls níu sýningar opnaðar þar á árinu, ýmist á fagsviði byggðasafns, skjalasafns eða listasafns. Næsta verkefni er myndlistarsýning í Hallsteinssal

Samstarf vegna viðburða á Vesturlandi

Sóknaráætlun Vesturlands hefur ákveðið að styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrirvara í fyrra og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vesturlandi sumarið 2020.

Ný verk – sýning Systu

Ný verk er yfirskrift sýningar myndlistarkonunnar Sigríðar Ásgeirsdóttur (Systu) sem verður opin í Hallsteinssal frá mánudeginum 29. mars.

Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun

Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í fullum gangi. Verkefnið er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélögunum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum atvinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni.

Endurbygging Hlíðartúnshúsanna á lokastigi

Þau eru falleg gömlu útihúsin við Hlíðartún í Borgarnesi og hafa vakið athygli margra. Þau eru orðin 100 ára og hafa verið í endurbyggingu á vegum Borgarbyggðar síðan á níræðisafmæli sínu árið 2009.