Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun

mars 24, 2021
Featured image for “Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun”

Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í fullum gangi. Verkefnið er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélögunum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum atvinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni. Til viðbótar við þann hóp hefur öflugum aðilum sem starfa á sviði list- og menningargreina á Vesturlandi verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum á opnum fundum sem sendir verða út rafrænt á Facebooksíðu SSV.

Menningarstefnan skiptist í fimm kafla/hluta og því verða haldnir fimm opnir fundir rafrænt:

  • Menningaruppeldi          mánudaginn 29. mars, kl 20:00-21:00
  • Listir                                   þriðjudaginn 30. mars, kl 20:00-21:00
  • Nýsköpun                          þriðjudaginn 6. apríl, kl 20:00-21:00
  • Menningararfur               fimmtudaginn 8. apríl, kl 20:00-21:00
  • Samvinna                          þriðjudaginn 13. apríl, kl 20:00-21:00

Allir fundir fara fram með fjarfundarbúnaði og verður streymt í gegnum Facebooksíðu SSV.
Á hverjum fundi munu 3-4 sitja í pallborði en Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri, mun stýra fundunum. Allir þátttakendur munu geta tekið þátt í umræðum með því að senda inn spurningar/ábendingar á skriflegu formi á meðan fundi stendur. Afrakstur fundanna mun fagráð nota til grundvallar við stefnumótunina.

Menningarstefna Vesturlands var fyrst samþykkt árið 2016 var í gildi til 2019. Stefnan er aðgerðarmiðuð áætlun í að efla menningarlíf landshlutans á breiðu sviði, t.d. er varðar menningaruppeldi, nýsköpun í listum og samvinnu.

Eldri menningarstefna verður nú tekin til endurskoðunar, breytt og bætt þannig að hún sé í samræmi við aðrar gildandi stefnur og áætlanir svo sem byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og Sóknaráætlunar, en verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands.

Fagráðið skipa: Ása Líndal Hinriksdóttir, Bjarnheiður Jóhannesdóttir, Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, Eygló Bára Jónsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Jóhannes Eyberg, Kári Viðarsson, María Neves, Ólafur Páll Gunnarsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Sigrún Þormar, Sigþóra Óðinsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson.

Hér má skoða  Menningarstefnu Vesturlands 2016-2019.

 

 

 

 

 

*Tekið af síðu SSV

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni.
Slóð inn á fundina verður auglýst þegar nær dregur.


Share: