Unga fólkið og Þorsteinn frá Hamri

maí 20, 2021
Featured image for “Unga fólkið og Þorsteinn frá Hamri”

Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð. Verkefnið ber vinnuheitið Að vera skáld og skapa og fer þannig fram að nemendur velja sér texta úr völdu ljóðasafni og semja lög við. Við hefðbundnar aðstæður eru tónsmíðarnar frumfluttar á tónleikum, en í ár var sá háttur á að afraksturinn var tekinn upp og settur á Youtube.

Skáld ársins 2021 er Þorsteinn frá Hamri. Hér á eftir má sjá nöfn lagahöfundanna og flutninginn á lögunum. Alls eru þetta átta lög og öll nema það síðasta hafa börnin sjálf samið og flytja ýmist ein eða með kennaranum sínum. Fleiri lög voru samin en þessi voru unnin alla leið í upptökur. Eru þetta lög eftir nemendur eftirtalinna kennara: Birnu Þorsteinsdóttur, Daða Georgsson, Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur, Ólaf Flosason, Reyni Hauksson og Sigríði Ástu Olgeirsdóttur. Hér má sjá tengla á lögin sem hér um ræðir og eru nemendum, skólastjóra og kennurum færðar hamingjuóskir með árangurinn.

Birnu nemandi:
Sumir dagar – Birgitta Sólveig

Birnu nemandi:
Glugginn – Bryndís Hulda

Sigríðar Ástu nemandi:
Sumir dagar – Hekla Isabel

Sigríðar Ástu nemandi:
Skógarbörnin – Anna Diljá

Daða nemandi:
Þessi orð og þú – Sólveig Birna

Dóru Ernu nemandi:
Fjallkona – Soffía Sigurbjörg

Dóru Ernu nemendur:
Vísa – Dagný og Guðrún Sjöfn

Lag Ólafs Flosasonar:
Til þín þegar hvessir – Nemendur Ólafs, Sigríðar og Reynis.
Flytjendur: Dagbjört, Elsa Fanney og Erla Ýr, söngur, Atli Reinhard, Ólafur Fannar og Sigurjón Geir gítar, Ellý Stefanía, Kolbrún Eir, Laufey Erna og Þorbjörg Ásta tambúrínur, Aron Ernir og Patrick Svavar píanó, Haukur Ari bassi, Símon Bogi trompet.

 

 


Share: