Ungir listamenn sýna í Safnahúsi

febrúar 17, 2021
Featured image for “Ungir listamenn sýna í Safnahúsi”

Fyrsta sýning Safnahúss á árinu 2021 var opnuð í Hallsteinssal 15. febrúar s.l. Hún tengist sögulega hlaðvarpinu Myrka Ísland sem er á vegum Sigrúnar Elíasdóttur og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur.

Á sýningunni má sjá verk eftir Lúkas Guðnason og Sigurjón Líndal Benediktsson (Jónsa) sem myndskreyta hlaðvarpsþættina. Þeir Lúkas og Jónsi eru báðir úr Borgarfirðinum og eru fæddir árið 2004.

Einnig er áhugasömum bent á rafræna sögustund sem hægt verður að nálgast á kvikborg.is og á Facebook síðu Myrka Íslands.

Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsi líkt og fyrr segir og stendur til og með 19. mars. Gestir eru boðnir hjartanlega velkomnir til að skoða sýninguna á opnunartíma, kl. 13 til 18 alla virka daga. 

Þess má geta að 25. febrúar kl. 10.00 verður fyrsti myndamorgunn Héraðsskjalasafnsins haldinn eftir nokkurt hlé og næsta verkefni í Hallsteinssal verður sýning á verkum Sigríðar Ásgeirsdóttur í lok mars n.k.

Menningardagskrá Safnahúss er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.


Share: