Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi háskólanna í Borgarbyggð stofnað

Í gær var skrifað undir viljayfirlýsingu milli ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Bifröst um að hjá háskólunum tveimur byggðist upp nýsköpunar- og þróunarsetur þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun, rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, sem og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni almennt svo sem í ferðaþjónustu, nýtingu náttúrugæða og menningartengdri starfsemi.

Nýtt ráðhús Borgarbyggðar

Byggðarráð Borgarbyggðar, í umboði sveitarstjórnar hefur staðfest kaupsamning á Digranesgötu 2, Borgarnesi auk samkomulags um leigu Arion Banka í hluta húsnæðisins.

Óvenjuleg björgunaraðgerð í Skallagrímsgarði

Þau eru margvísleg verkefnin sem Slökkvilið Borgarbyggðar þarf að leysa. Á miðnætti þann 10. júlí sl. kom beiðni frá Lögreglunni á Vesturlandi um að bjarga dróna niður úr tré í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.

Vel heppnuð helgi að baki í Borgarbyggð

Það má sem sanni segja sl. helgi hafi verið viðburðarrík hér í Borgarbyggð. Hinsegin hátíð Vesturlands fór fram í fyrsta skipti og Fjórðungsmót hestamanna 2021 var haldið með pompi og prakt