Móttaka framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk.

apríl 6, 2022
Featured image for “Móttaka framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk.”

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 14. maí 2022 rennur út kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 8. apríl 2022. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma.

Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands www.kosning.is er að finna greinargóðar leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista, svo sem sýnishorn af framboðslista, lista meðmælenda og samþykki frambjóðenda. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða hjá formanni yfirkjörstjórnar, yfirkjorstjorn@borgarbyggd.is.

Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Digranesgötu 2, 1. hæð, 310 Borgarnesi föstudaginn 8. apríl 2022 frá kl. 10:00 – 12:00 og veitir þar framboðslistum viðtöku.

F.h. yfirkjörstjórnar

Sveinbjörn Eyjólfsson
Hvannatúni
311 Borgarnes


Share: