Ungmenni yngri en 15 ára synda frítt

apríl 4, 2022
Featured image for “Ungmenni yngri en 15 ára synda frítt”

Í árslok 2021 kom upp sú hugmynd af bjóða ungmennum frítt í sund sem lið í heilsueflingu sveitarfélagsins. Borgarbyggð er heilsueflandi og von bráðar, barnvænt samfélag og er þetta liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að stuðla að bættri heilsu, lífsgæðum og vellíðan.

Ungmenni sem vilja nýta sér þessa gjöf geta farið í Íþróttamiðstöðvar sveitarfélagsins og látið stofna fyrri sig kort sem gildir frá og með 1. apríl til og með 31. mars 2023.

Borgarbyggð vonar að sem flestir nýti gjöfina.

Sjáumst í sundi!

*Til þess að geta stofnað kortið þarf að vera með lögheimili í Borgarbyggð


Share: