Óskað eftir kjörstjórnarfulltrúa

apríl 11, 2022
Featured image for “Óskað eftir kjörstjórnarfulltrúa”

Vegna nýrra vanhæfisreglna fyrir kjörstjórnarfulltrúa þarf að finna nýja einstaklinga í stað þeirra kjörstjórnarmanna sem vanhæfir eru vegna tengsla við frambjóðendur.

Því óskar Borgarbyggð eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér setu í kjörstjórnum, hvort heldur sem er aðal – eða varamenn en það vantar í allar kjördeildir.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Kristján Gíslason í síma 433.-7100 eða á netfangið kristjangisla@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á því að greitt er fyrir setur í kjörstjórn.


Share: