Móttökustöð opnar á Digranesgötu 2, 1. hæð

apríl 1, 2022
Featured image for “Móttökustöð opnar á Digranesgötu 2, 1. hæð”

Stefnt er að því að taka á móti hópi Úkraínufólks á Bifröst í næstu viku, og er ómetanlegt að finna allan velviljann og hlýhuginn frá íbúum þess vegna. Húsnæðið á Bifröst er svo gott sem tilbúið en til þess að gera rýmin hlýleg og heimilisleg vill sveitarfélagið leita til ykkar íbúa Borgarbyggðar og velunnara verkefnisins.

Það sem helst er óskað eftir er eftirfarandi;

Mottur, púðar, teppi, gerviblóm, kertastjakar, kerti, lampar, blómavasar, krukkur, körfur, geymslubox, speglar, myndir á veggi, klukkur á veggi og fleira í þeim dúr. Einnig er enn vöntun á náttborðum.

Fyrir börnin í hópnum er óskað eftir leikföngum fyrir alla aldurshópa, spilum, púslum, myndabókum, föndurdóti, boltum, útidóti og öðru sem leynist í geymslunni.

Fyrir afþreyingu unglinganna og fullorðna fólksins er óskað eftir púsluspilum, fullorðins litabókum, litum, hannyrðadóti, föndurdóti, bókum á ensku, rússnesku og úkraínsku.

Tekið verður á móti vörum laugardag 2. apríl kl. 12:00 – 16:00 og sunnudag 3. apríl kl. 12:00 – 16:00 á Digranesgötu 1. hæð. 

Mikilvægt er að það sem gefið er, sé hreint og í góðu ásigkomulagi.

 


Share: