Páskaungar á Kleppjárnsreykjum

apríl 11, 2022
Featured image for “Páskaungar á Kleppjárnsreykjum”

Fjölmargir páskaungar litu dagsins ljós í Kleppjárnsreykjadeild GBF í upphafi mánaðarins. Alls komu 16 ungar úr 20 eggjum og hafa þeir vakið mikla hrifningu meðal nemenda og starfsfólks skólans.

Þá er gaman að segja frá því að ungarnir hafa einnig vakið athygli utan skólans en starfsfólk Kleppjárnsreykjadeildar hefur tekið á móti hundrað nemendum úr öðrum skólum, leikskólabörnum og foreldrum sem vilja sjá þessa yndislegu unga með berum augum.

 


Share: