Hallbera Eiríksdóttir Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004

                                    Hallbera Eiríksdóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2004 við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Alls bárust níu tilnefningar frá félögum og deildum til kjörsins.     Knattspyrnumaður ársins: Bjarni H. Kristmarsson. Sundmaður ársins: Siguður Þórarinsson. Körfuknattleiksmaður ársins: Pálmi …

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004

Í kvöld fimmtudagskvöld verða veittar viðurkenningar fyrir besta íþróttafólk félaga og deilda á síðasta ári í Borgarbyggð við hátíðlega athöfn eftir leik Skallagríms og Hamars/Selfoss um kl. 20.3o í íþróttamiðstöðinni. Þeir sem skarað hafa fram úr á árinu eru tilnefndir af stjórnum deilda og félaga til kjörs á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2004. Tómstundanefnd Borgarbyggðar hefur veg og vanda að kjöri …

Stuttmyndagerð

29 unglingar í Óðali eru nú langt komnir með grunnnám í stuttmyndagerð en það starf er metið til einkunna í valgreinum G.B. í samstarfi við félagsmiðstöðina Um er að ræða grunnnámskeið í meðferð upptöku og klippitækja ásamt því að læra lögmál myndbyggingar. Nú er komið að verklegum þáttum og í vikunni var hafist handa við að gera handrit af mörgum …

Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð.   Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast formanni menningarmálanefndar, Jónínu Ernu …

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2005

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 samþykkt í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2005 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 1.069 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 831 milljónir eða tæp 78% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 951 milljón, afskriftir 57 milljónir og fjármagnskostnaður verði 68 milljónir. Afgangur frá rekstri fyrir …

Uppbygging Norðuráls á Grundartanga

Verkalýðsfélag Borgarness og Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi á Hótel Borgarnesi miðvikudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30. Á fundinum munu þeir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls og Kristján Sturlusonframkvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls gera grein fyrir þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá fyrirtækinu á Grundartanga. Allir velkomnir Verkalýðsfélag Borgarness Borgarbyggð  

Gleðilegt ár 2005

Þrettándabrenna verður á Seleyri fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00 Borgarbyggð, Njarðtak og Björgunarsveitin Brák standa fyrir brennu og flugeldasýningu þetta kvöld. Hljómsveitin Þotuliðið leikur – Fjölmennum og fögnum saman nýju ári ! i.j.  

Gleðileg jól

Sendum íbúum Borgarbyggðar svo og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Bæjarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar.  

Tækifærin bíða framundan í Borgarfirði sagði ráðherra

Tækifærin eru framundan í Borgarfirði öllum og um að gera að grípa þau sagði Sturla Böðvarsson ráðherra þegar hann var gestur fréttamanna Fm. Óðals jólaútvarpi unglinga sem stendur nú sem hæst. Sturla ráðherra og Bergþór Ólason aðstoðarmaður hans fóru á kostum í hljóðstofu og töluðu um að á næsta ári yrðu framkvæmdir og umbætur í vegakerfinu á Vesturlandi og að …

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.