Frá félagsmiðstöðinni Óðali Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Eru þessi námskeið liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð mæting var hér á Vesturlandi og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.Farið var yfir faglegt …
BORGARBYGGÐ AUGLÝSIR LAUS STÖRF LEIKSKÓLAKENNARA
Leikskólakennara vantar til starfa á leikskólana Hraunborg á Bifröst og Leikskólann á Varmalandi. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga á að vinna með börnum og búi yfir færni í mannlegum samskiptum. Fáist ekki leikskólakennarar verða ráðnir starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Umsóknarfrestur um störfin er til 27. september 2004 Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar …
Vörðuverkefnið vígt
Snorri vígir vörðurnar. Mynd: Jónína Arnardóttir Í sumar hefur fyrirtækið Landnám Íslands ehf. sem er í eigu Borgarbyggðar og hjónanna Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar M Guðmundsdóttir látið reisa níu vörður á þekktum stöðum úr Egilssögu. Verkefni þetta sem styrkt var myndarlega af Menningarborgarsjóði hefur verið nefnt Egilssaga sýnileg. Vörðurnar hafa verið reistar á eftirtöldum stöðum: Við Granastaði í Borgarnesi, …
Laus störf við leikskólann Hraunborg á Bifröst
Á leikskólann Hraunborg á Bifröst vantar leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk. Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Þórdís G Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 435-0077. Netfang indis@simnet.is.
Nú bjóðum við konum upp á kynningardag !
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesikynnir í samstarfi við Reykjavík Spa-City Frítt fyrir konur í sundlaugarnar í Reykjavík og í sund og þrek í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 3. júlí n.k.Allar konur sem koma í sund fá prufutíma í Spa- heilsulindunum sem taldar eru hér til hliðar.Kynningarbásar á Spa- og nuddmöguleikum í Borgarnesi og nágrenni á staðnum.Kaffi á könnunni. Dagur …
KB- bankamóti lokið
Frábært mót ! Um helgina var fór fram árlegt KB-bankamót á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og voru þátttakendur um 800 talsins. Mótið tókst mjög vel þrátt fyrir að nokkur vindur væri á svæðinu mótsdaga. Fjölmenni var á svæðinu, tjaldstæði fullbókuð og um 2.500 manns notuðu tækifærið og skelltu sér í sund á sundlaugarsvæðinu um helgina. …
Unglistahátíð Mímis
Frá rokktónleikum Unglistahátíð Mímis var haldin dagana 17. – 20. júní s.l. og tókst mjög vel. Ungmennin í félagsmiðstöðinni Mími stóðu fyrir ýmsum menningarviðburðum í gamla mjólkursamlaginu við Skúlagötu. Þau sáu um alla skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar. Ljóst er að húsnæðið hentar vel undir svona viðburði. Á dagskrá voru m.a. fjöldi tónleika, ungir fatahönnuðir úr Borgarnesi sýndu, leiktæki voru sett …
Vígsluleikur nýja parketgólfsins í Borgarnesi
Belgía sigraði Ísland 78-88 í vináttulandsleik þjóðanna í Borgarnesi í gærkvöld. Belgar hófu leikinn í gær af miklum krafti og skoraðu 9 fyrstu stigin. Okkar menn náðu að minnka muninn í tvö stig en tíu stigum munaði í lok fjórðungsins. Annar fjórðungur var kaflaskiptur. Ísland átti fyrri hlutann, staðan 26-30 um hann miðjan, en 30-47 þegar flautað var til leikhlés. …
17. júní hátíðarhöld tókust vel !
Á annað þúsund manns mættu í Skallagrímsgarð og tók þátt í hátíðarhöldum í Borgarnesi. Sól og blíða lék við íbúa sveitarfélagsins og fjölmarga gesti sem mættu í garðinn og er óhætt að fullyrða að aldrei hafi svo margir komið saman og …
Tíu ára afmæli Borgarbyggðar
Þau voru heiðruð fyrir framlag sitt til samfélagsins í Borgarbyggð: Aftari röð F.v. Sæmundur Sigmundsson, Bjarni Bachman, Snorri Þorsteinsson, Bjarni Valtýr Guðjónssson, Guðmundur Ingimundarson, Konráð Andrésson og Jón Þór Jónasson. Fremri röð f.v. Elsa Arnbergsdóttir, Freyja Bjarnadóttir og Sigrún Símonardóttir Síðastliðinn föstudag var þeim tímamótum fagnað að tíu ár eru liðin frá því sveitarfélagið Borgarbyggð varð til með sameiningu sveitarfélaga …