Íbúafundir í Borgarbyggð

þjónusta í þína þágu Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundum á næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að ræða um og fá upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins. Á þessum fundum munu bæjarstjóri, bæjarritari, félagsmálastjóri, bæjarverkfræðingur, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og þjónustufulltrúi dreifbýlis sitja fyrir svörum og veita uppplýsingar um þjónustuna.   Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:   Mánudaginn …

Gervigrasvöllurinn tilbúinn !

Páll bæjarstjóri prófar völlinn! Nú er sparkvöllurinn við grunnskólann loksins tilbúinn og hægt að fara að sparka bolta þar. Mörkin eru komin í og ekkert því til fyrirstöðu að fara að prófa. Enn er verið að vinna við uppsetningu lýsingar og tengingu hita en það ætti að klárast á næstu vikum. En veðrið er gott og ekkert því til fyrirstöðu …

Skallagrímur byrjar vel !

Um 400 manns urðu vitni að frábærum sigri Skallagríms á Grindavík 81-80 í Intersportdeildinni í gærkvöldi í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Leikurinn var æsispennandi og gefur góðar vonir um áframhaldandi skemmtun á íþróttasviðinu í vetur. Takið því leikdaga frá í vetur og mætið í íþróttahúsið með alla fjölskylduna til að hvetja liðið okkar. Áfram Skallagrímur!    

Afmælisþula Borgarbyggðar 2004

Þulan sem Unnur Halldórsdóttir samdi í tilefni 10 ára afmælis Borgarbyggðar er komin á vef Borgarbyggðar, sjá “Afþreying”  

Sauðamessa tókst vel

Um síðustu helgi var haldin svokölluð Sauðamessa í Borgarnesi og voru það frumkvöðlarnir Gísli Einarsson og Bjarki Þorsteinsson sem framkvæmdu hugmynd sína svo eftir var tekið.   Hátíðin var vel auglýst og skilaði það sér í því að hingað komu á milli þrjú og fjögur þúsund manns á Sauðamessu þar sem sauðkindin var hafin til vegs og virðingar sem hún …

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Borgarnesi

    Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt í síðustu viku magnaða tónleika í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.   Um daginn fjölmennti unga fólkið í Borgarbyggð á ókeypis barnatónleika en um kvöldið voru svo tónleikar fyrir fullorðna. Húsfylli var og sannarlega gaman að fá þessa hljómsveit allra landsmanna í heimsókn í íþróttamiðstöðina. Karlakórinn Söngbræður tóku nokkur lög við undirleik sveitarinnar og tókst þeim vel upp …

Samningur um uppbyggingu þráðlauss breiðbands í Borgarfirði

Í dag kl. 15:00 undirrituðu eMax ehf. og sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Hvítársíðuhreppur samstarfssamning um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í umræddum sveitarfélögum. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. Með þessari uppbyggingu verður Borgarfjörðurinn …

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Borgarnesi

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fimmtudaginn 30. september næstkomandi. Barnatónleikar verða klukkan 15:00. Frír aðgangur er fyrir öll börn upp að 16 ára aldri í boði Sinfóníuhljómsveitarinnar, Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Á efnisskrá eru Þrumur og eldingar eftir Johan Strauss, Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prókofíev og kvikmyndatónlist eftir John Williams. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson. …

Félagsmiðstöð fyrir unglinga opnuð á Bifröst.

  Í gær var opnuð félagsaðstaða fyrir unglinga í 7. – 10. bekk sem búa á Bifröst og nágrenni.Mikil hátíð var og fjölmenni þegar unglingarnir fengu loksins sína eigin félagsmiðstöð sem eflaust verður mikið notuð í vetur.Það er Íbúaráð Bifrastar með Hjalta Rósinkrans Benediktsson í broddi fylkingar sem hafa drifið þessa aðstöðu upp ásamt foreldrum og unglingum sjálfum. Viðskiptaháskólinn á …

Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi.

Frá félagsmiðstöðinni Óðali   Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Eru þessi námskeið liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir í fjórðungum landsins. Góð mæting var hér á Vesturlandi og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.Farið var yfir faglegt …