Spennandi störf í boði

janúar 10, 2007
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennurum frá 1. febrúar og út skólaárið. Um er að ræða tvær 100% stöður. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2007.
Klettaborg er 4ra deilda leikskóli, staðsettur á tveimur stöðum í Borgarnesi, Borgarbraut 101 og Mávakletti 14.
Leikskólinn Klettaborg er gefandi vinnustaður sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar.
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum.
Nánari upplýsingar veita Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri eða Guðbjörg Hjaltadóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu klettaborg@borgarbyggd.is. Ef ekki fást leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
 

Share: