Góður fengur fyrir klúbbastarfið

janúar 3, 2007
Gunnar Gauti dýralæknir færði Félagsmiðstöðinni Óðali í
Borgarnesi góða gjöf nú fyrir jólin. Um var að ræða myndbandstökuvél sem Gunnar er hættur að nota og kemur sér vel í stuttmyndagerð og önnur skyld verkefni sem unnin eru í klúbbastarfinu í Óðali.
 
Á myndinni má sjá Gunnar og dætur hans afhenda Óla Þór ritara nemendafélagsins og Davíð Andra yfirmanni tæknimála í Óðali vélina.
Margir hafa endurnýjað myndbandstökuvélar sínar síðustu ár og geta gömlu vélarnar sem liggja ónotaðar heima dugað vel í klúbbastarfi unglinga í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins eða fyrir deildir ungmennafélaga. Unglingarnir í Óðali senda Gunnari Gauta og dætrum hans kærar kveðjur og þakkir fyrir góða gjöf.

Share: