Vel heppnuð vatnshátíð

janúar 6, 2007
Fjölmargir gestir nutu hátíðardagskrár Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og féllu í góðan jarðveg og flugeldasýning Björgunar-sveitarinnar Brákar naut sín vel í lygnu og heiðskíru veðri. Í einu horni garðsins voru listamenn sem skáru út myndir í klakastykki af mikilli list. Á myndinni má sjá merki Borgarbyggðar mótað í ís.
 
 

Share: