Jólin kvödd

janúar 8, 2007
Mikið af fólki kom á þrettándabrennu sveitarfélagsins og glæsilega flugeldasýninguBjörgunar-sveitarinnar Brákar á Seleyri við Borgarfjarðarbrú á laugardaginn. Veður var milt og gott og fólk naut skemmtiatriða og samveru við brennuna. Sönghópur unglinga kom fram fyrir flugeldasýninguna og söng undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur. Brennustjóri var Halldór Sigurðsson hjá HS verktaki. Sérstakir styrktaraðilar flugeldasýningar og brennu voru Sparisjóður Mýrasýslu og Olíufélagið ehf (ESSO).
 

Share: