Íbúafundur um skipulagsmál í Borgarnesi

Mánudagskvöldið 6 mars. n.k. kl. 20.00 verður haldinn íbúafundur á Hótel Borgarnesi þar sem kynntar verða hugmyndir að deiliskipulagi fyrir miðsvæði Borgarness. Á fundinum mun Richard Briem arkitekt kynna hugmyndir að deiliskipulagi sem arkitektastofan VA-arkitektar hefur unnið varðandi áðurnefnt svæði. Svæðið nær yfir Digranesgötu, Brúartorg, hluta Kjartansgötu, hluta Kveldúlfsgötu og frá Borgarbraut 50 að Borgarbraut 72.   Allir velkomnir   …

Kynning í Óðali

Unnur PálmaHeilsuræktarfólk, þjálfarar og leiðbeinendur fá góða heimsókn laugardaginn 25. febrúar n.k.   Unnur Pálmadóttir tekur sér frí frá kennslu í World Class og Nordica Spa og heldur námskeið hjá okkur á milli kl. 10.00 og 12.00. Kennslan fer fram í félagsmiðstöðinni Óðal. Aðgangur að námskeiðinu er 400 kr og kynningin opin fyrir alla sem áhuga hafa á. Skráning þegar …

Viljayfirlýsing um reiðhöll undirrituð

Í dag undirrituðu fulltrúar Hestamannafélagsins Skugga, Hestamannafélagsins Faxa, Hrossaræktarsambandi Vesturlands og Borgarbyggðar viljayfirlýsingu um að standa saman að uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Skugga í Borgarnesi.         Sveitarfélagið mun leggja 30. milljónir til verkefnisins og sameiginlega munu hinir aðilarnir leggja fram 10. milljónir með vinnu og fjárframlagi. Síðan munu þessir aðilar sameiginlega afla þess fjár sem þarf til …

Kántrýkvöld í Óðali

  Í gær fimmtudagskvöld var kántrýkvöld í Óðali og voru leynigestir þeir Orri og Halli sem mættu með gítarinn og söngtexta með sér í Óðal. Óli Valur prófaði nýja eldljósið sitt og var frábær varðeldastemmning þegar unglingarnir og starfsmenn settust á gólfið í Óðali og sungu brekkusöngva út í eitt við undirleik þeirra félaga og varðeldurinn blakti á bíótjaldinu.   …

Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastyrkir 2006

Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi fyrir árið 2006. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir miðvikudaginn 1. mars n.k. Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs – og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna …

HÚSAVERNDUNARSJÓÐUR BORGARBYGGÐAR

Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2006. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið minjavörslu. Umsóknum um …

Hafþór Ingi Gunnarsson Íþróttamaður Borgarbyggðar

Hafþór Ingi Gunnarsson fyrirliði úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik var í gær útnefndur af tómstundanefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2005.   Aðrir þeir sem tilnefndir voru frá deildum og félögum voru: Frjálsar íþróttir: Bergþór Jóhannesson, Umf, Stafholtstungna Hestaíþróttir: Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir, Faxa Rasmus Christansen, Skugga og valdi tómstundanefnd Rasmus Christansen sem hestaíþróttamann ársins. Knattspyrna: Ingólfur H. Valgeirsson Umf. Skallagrím Golf: Trausti Eiríksson, …

Laus störf við leikskólann Hraunborg á Bifröst

Leikskólakennarar Leikskólakennara vantar í 2 stöður, önnur er laus frá 1. mars og hin frá 15. maí. Einnig eru lausar 2 stöður vegna afleysinga, frá 20. mars til 1. september og frá 15. maí til 1. september.   Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.   Ræsting Starfsmann vantar í ræstingu …

Menningarsjóður Borgarbyggða – 2006-01-29

ÚTHLUTUN STYRKJA ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2006 Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs eða starfsárs, ef það á við, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinar­gerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir …

Íþróttamaður Borgarbyggðar

Á sunnudaginn kemur að loknum leik Skallagríms og Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttastarf. Félög og deildir hafa nú tilnefnd besta íþróttamann sinn til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2005. Einnig verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Kristmarssonar og Umf. Skallagrímur veitir viðurkenningar við sama tækifæri. Áætlað er að athöfn þessi hefjist um kl. …