Velheppnuð afmælishátíð

mars 26, 2007
Síðastliðinn fimmtudag, 22. mars, voru 140 ár liðin frá því að Borgarnes öðlaðist konunglega löggildingu sem verslunarstaður. Í því tilefni buðu Borgarbyggð og verslunarrekendur í Borgarnesi sameiginlega til afmælisfagnaðar í Landnámssetrinu. Margt var til skemmtunar, bæði í tali og tónum. Hátíðarhöldin lukkuðust mjög vel og lagði fjölmenni leið sína í Landnámssetrið þrátt fyrir aftaka veður.
Ánægjulegt var hversu mikla og jákvæða athygli afmælið og Borgarnes fengu í fjölmiðlum landsins. Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu fréttir af því og viðtöl því tengdu og Skessuhornið gerði því mjög góð skil með skemmtilegum sagnfræðilegum vinkli. Í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 var viðtal við þá Einar Pálsson og Finnboga Rögnvaldsson í tilefni afmælisins og síðast en ekki síst var Gísli Einarsson með beina útsendingu Síðdegisútvarpsins frá kl. 16.30 til kl. 18.00. Hægt er að hlusta á þætti ríkisútvarpsins í hálfan mánuð eftir útsendingu. Samfélagið í nærmynd er að finna hér. Og þáttur Síðdegisútvarpsins er hér.
 
 

Share: