Mikil eftirvænting ríkir fyrir oddaleikinn í kvöld á milli Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi. Víst er að þetta verður hörkuleikur tveggja frábærra liða sem leggja nú allt undir til að komast í undanúrslitin í leiknum í kvöld en þá verður leikið til þrautar. Annað liðið fer áfram en hitt fer í sumarfrí.