Borgarbyggð og Akraneskaupstaður undirrituðu, síðastliðinn föstudag, viljayfirlýsingu um samstarf í menningarmálum og samkomulag um bóka- og ljósmyndasafn. Meðal þess sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni er að sveitarfélögin tvö ætli sér að koma á almennu samstarfi um menningarmál með því að miðla hugmyndum og upplýsingum um menningarverkefni milli íbúa og menningaraðila á báðum stöðum. Þetta verður m.a. gert með …
Árleg ,,bæjarstjórnarreið”
Síðastliðið laugardagskvöld bauð Hestamannafélagið Skuggi sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum á skrifstofu Borgarbyggðar í árlega ,,bæjarstjórnarreið”. Löng hefð er fyrir þessari reið en því miður var mæting boðsgesta með lakasta móti að þessu sinni. Félagar úr Skugga fjölmenntu aftur á móti. Riðið var frá Skuggahverfinu upp í skógarlundinn í Einkunnum. Eftir útreiðatúrinn var boðið upp á súpu í Félagsheimilinu og stiginn dans. …
Skipulagsauglýsing – deiliskipulagsbreytingar
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir deiliskipulagsbreytingar við Kiðárbotnar nr. 3 og 7 og Húsafelli 3. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á framangreindu skipulagi. Breytingar felast í því að byggingarreitir á lóðum nr. 3 og nr. 7 eru færðir til og stækkaðir, hámarksstærðir húsa eru færðar í 125m2 og …
Borgnesingar Norðurlandameistarar í körfu
Unglingalandslið Íslands (yngri en 16 ára) gerði heldur betur góða ferð á Norðurlandamótið í körfubolta sem lauk um helgina í Svíþjóð. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimamenn Svía í æsispennandi úrslitaleik með tveimur stigum, 69-67. Tveir Borgnesingar eru í liðinu, þeir Trausti Eiríksson (sonur Júlíönu Jónsdóttur og Eiríks Ólafssonar) og Sigurður Þórarinsson (sonur Álfheiðar Marinósdóttur og Þórarins …
Störf við hreingerningar í júní
Grunnskólin í Borgarnesi auglýsir eftir starfsfólki til að vinna við hreingerningar í skólanum í júní. Vinnutími er milli kl. 8 og 16 alla virka daga. Upplýsingar gefur skólastjóri, Kristján Gíslason, í síma 437-1229 eða 898-4569.
Ársreikningur Borgarbyggðar – mikil uppbygging
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2006 var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar 16. maí s.l. Í Borgarbyggð hefur verið mikil uppbygging að undanförnu og ber ársreikningurinn keim af þeirri miklu þenslu sem verið hefur í sveitarfélaginu undanfarið. Þar sem þetta er fyrsti ársreikningur sem lagður er fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi og því er allur samanburður við fyrri ár erfiður. …
Spennandi störf í leik-, grunn- og menntaskóla
Borgarbyggð hefur auglýst eftir fólki í ýmis spennandi og áhugaverð störf í leikskólum, grunnskólum og nýjum menntaskóla. Ugluklettur, nýr leikskóli í Borgarnesi, auglýsir eftir deildastjórum, leikskólakennurum og leikskólasérkennara. Leikskólinn Hnoðraból í Reykholti auglýsir eftir leikskólakennara og Grunnskólinn í Borgarnesi eftir kennurum (sérkennara og textílmenntakennara). Þá er auglýst eftir sérkennsluráðgjafa til starfa hjá sérfræðiþjónustu skólanna og loks nýju starfi námsráðgjafa sem …
Vorhátíð Samkórs Mýramanna
Vorhátíð Samkórs Mýramanna var haldin í Lyngbrekku síðastliðinn föstudag. Vel á annað hundrað manns sóttu hátíðina og nutu fram í rauða nóttina. Auk söngs Samkórsins, undir stjórn Zsuzsönnu Budai var að venju gestakór, Kirkjukór Hrunaprestakalls sem kom fram undir stjórn Edit Molár. Samkór Mýramanna var stofnaður árið 1981 og átti því 25 ára afmæli í fyrra. Æfingasetur kórsins er í …
Styrkir úr Húsaverndunarsjóði
Nýverið var úthlutað styrkjum úr Húsverndunarsjóði Borgarbyggðar, alls að upphæð 1.400.000. Að sjóðnum standa Borgarbyggð og Sparisjóður Mýrasýslu og auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Að þessu sinni bárust einungis tvær umsóknir, báðar úr Borgarnesi. Umsóknirnar töldust báðar hæfar samkvæmt mati menningarnefndar Borgarbyggðar og stjórnar Húsaverndunarsjóðs. Styrkina hlutu: Hollvinasamtök Englendingavíkur vegna lagfæringa á gömlu verslunarhúsunum í …
Skipulagsauglýsingar 2007-05-14
Fyrir liggja tillögur að deiliskipulagi fyrir hreinsistöð fráveitu við Bifröst, hreinsistöð fráveitu á Hvanneyri og hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Þá liggur fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykholts 1986-2006 og tillaga að deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Reykholt, Borgarbyggð. Hver sá sem hefur athugasemdir við tillögurnar skal gera það skriflegar og senda þær á framkvæmdasvið Borgarbyggðar, Ráðhúsinu Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. …