
Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Upplýsingar um starfið veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir , leikskólastjóri, í síma 435-1157 eða á netfanginu hnodrabol@borgarfjordur.is.