Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar

nóvember 21, 2007
Umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Borgarbyggðar fyrir 2006 og 2007 voru veittar að viðstöddu fjölmenni í Hyrnutorgi í Borgarnesi föstudaginn 16. nóvember. Afhending viðurkenninganna var í höndum formanns umhverfisnefndar, Bjarkar Harðardóttur og Sigurbjargar Viggósdóttir, formanns Lionsklúbbsins Öglu. Það eru konurnar í Öglu sem taka við tilnefningunum og sjá um að skoða garða, býli ofl. um allt sveitarfélag. Að því loknu leggja þær fram tillögu til umhverfisnefndar um hverjir eigi að hljóta viðurkenningarnar. Þetta er í þriðja skipti sem leitað er til Öglu eftir samstarfi við valið á viðurkenningarhöfum. Formaður umhverfisnefndar og formaður Öglu fluttu stutt ávarp í upphafi samkomunnar.
Eftirtaldir hlutu umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar:
Fyrir árið 2006:
Fallegasti garðurinn í Borgarnesi 2006.
Kveldúlfsgata 2a í Borgarnesi. Eigendur eru
Ragnheiður Brynjúlfsdóttir og Haukur Arinbjarnarson.
Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð 2006.
Hvammur í Hvítársíðu. Eigandi Torfi Guðlaugsson.
Snyrtilegasta fyrirtækið í Borgarbyggð 2006.
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Fyrir árið 2007:
Snyrtilegur frágangur lóðar íbúðarhúsnæðis 2007.
Borgarvík 6 í Borgarnesi. Eigendur eru Eva Eðvarðsdóttir
og Trausti Jóhannesson.
Snyrtilegur frágangur lóðar atvinnuhúsnæðis 2007.
Alþýðuhúsið í Borgarnesi. Eigandi er Stéttarfélag
Vesturlands
Myndarlegasta bændabýlið 2007.
Helgavatn í Þverárhlíð. Eigendur eru Pétur Diðriksson,
Vilhjálmur Diðriksson, Karítas Hreinsdóttir og Ágústa
Gunnarsdóttir.
Snyrtilegasta gatan 2007.
Þórðargata í Borgarnesi.
Lóð atvinnuhúsnæðis, sem er í mestri framför frá fyrra ári 2007.
Borgarverk við Sólbakka í Borgarnesi.
Sérstök viðurkenning L.kl. Öglu í samvinnu við Borgarbyggð 2007.
Snorrastofa og Reykholtsstaður.
Öllum var afhent viðurkenningarskjal en sumum einnig blómaker eða fjölbreyttar tegundir af trjám.
 
Myndir: Friðrik Aspelund.
 

Share: