Íþróttamanni veitt viðurkenning Borgarbyggðar

nóvember 21, 2007
Síðastliðinn föstudag, 16. nóvember, var Guðmundi Inga Einarssyni íþróttamanni veitt viðurkenning frá Borgarbyggð vegna einstaks árangurs á Ólympíuleikum fatlaðra 2007 (Special Olympics World Games) sem haldnir voru í Shanghai í Kína í október á þessu ári. Guðmundur Ingi hlaut á leikunum þrjá gullpeninga í keppnisgrein sinni ,,Boccia”. Guðmundur æfir með íþróttafélaginu Þjót á Akranesi.

Indriði Jósafatsson veitti viðurkenninguna fyrir hönd Borgarbyggðar fyrir upphaf leiks Snæfells og Skallagríms í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.

Á myndinni sem hér birtist með fréttinni má sjá þá Indriða, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar og Guðmund Inga Einarsson, margfaldann ólympíuverðlaunahafa í íþróttahúsinu í Borgarnesi.


Share: