Styrkir til atvinnumála kvenna – 2009

Vinnumálastofnun og Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur auglýst styrki til atvinnumála kvenna lausa til umsóknar. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan 1991 og á síðasta ári voru 50 milljónum úthlutað til 56 kvenna um land allt. Styrkhæf verkefni skulu vera í eigu kvenna (amk 50%) og stjórnað af konum og skal verkefnið fela í sér atvinnusköpun til frambúðar. Um nýnæmi skal …

Stormar og styrjaldir í Landnámssetri

Föstudaginn 6. mars hefur göngu sína ný sagnaskemmtun á Sögulofti Landnámsseturs þegar rithöfundurinn og sagnamaðurinn Einar Kárason stígur á stokk og segir efni Sturlungu. Einar kallar sögu sín Stormar og styrjaldir á Sturlungaöld. Einar hefur á undanförnum árum kafað undir yfirborð Sturlungu og sett söguefnið fram í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. Fyrir Ofsa hlaut Einar Bókmenntaverðlaun 2009. Í þessum bókum …

Skrifstofa UMSB

Skrifstofa Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) verður nú opin alla virka daga frá kl.09:00 – 16:00. Á skrifstofunni er alltaf heitt kaffi á könnunni og hlýtt viðmót. Framkvæmdarstjóri sambandsins Ingi Þór Ágústsson mun verða til viðtals á skrifstofunni á umræddum tíma. UMSB hvetur sambandsaðila til að nýta sér þjónustu skrifstofunnar og framkvæmdarstjórinn er reiðubúin til að aðstoða eins og hann mögulega getur. …

„Á svið“ – sýningum fer fækkandi

Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms hefur að undanförnu sýnt leikritið „Á svið“ eftir Rick Abbott í félagsheimilinu Lyngbrekku. Nú eru búnar fimm sýningar og aðsókn hefur verið góð. Leikhópurinn hefur fengið mjög góð viðbrögð við sýningunni og áhorfendur skemmta sér konunglega. Ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar, laugardaginn 7. mars og sunnudaginn 8. mars næstkomandi og hefjast þær kl. 20.30. Nú …

Skólafréttir GBF komnar út – 2009-03-02

Áttunda tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Þar er m.a. sagt frá höfðinglegri gjöf Aldísar Eiríksdóttur til nemenda 8. – 10. bekkja, fyrirhugaðri heimsókn frá sendiráði Bandaríkjanna í skólann, aðalfundi foreldrafélagsins og væntanlegri skíðaferð. Hér má nálgast áttunda tölublað Skólafrétta GBF  

Málstofa framhaldsnema LbhÍ

Málstofa framhaldsnema við LbhÍ fer fram í dag fimmtudag, 26. febrúar kl. 14.00 að Hvanneyri. Málstofur meistara- og doktorsnema eru fastur liður í starfi skólans þar sem 3-4 nemendur kynna verkefni sín í hverjum mánuði og eru verkefnin allt frá því að vera á byrjunarstigi eða nánast fullkláruð rannsóknarverkefni. Í þetta sinn eru það þær Elsa Albertsdóttir doktorsnemi, Helena Marta …

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa 26 febrúar

  Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar verður fimmtudaginn 26. febrúar n.k. Þá verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.  

Forsetinn á ferð í Borgarbyggð

Í gær var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í óopinberri heimsókn í Borgarfirði. Hann heimsótti m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólann á Bifröst, kynnti sér starfsemi skólanna og ræddi við nemendur og starfsfólk. Þá heimsótti forsetinn nýja leikskólann á Hvanneyri en nemendur Andabæjar fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði í gærmorgun. Börnin tóku lagið fyrir forsetann og færðu …

Skallagrímur í Bikarúrslit í drengjaflokki

Drengjaflokkur Skallagríms Drengjaflokkur Skallagríms (f.’90 og ’91) í körfubolta komst í úrslit bikarkeppninnar þegar þeir unnu lið Keflavíkvíkur verðskuldað 54-50 í Borgarnesi. Keflavík byrjaði leikinn betur og hafði yfirhöndina í hálfleik 21-28. Leikurinn var mjög spennandi í alla staði og þegar síðasti leikhlutinn hófst hafði Skallagrímur náð að minka muninn niður í 3 stig. Við dygglegan stuðning áhorfenda þá hrökk …