Nýr starfsmaður hjá Borgarbyggð

mars 10, 2009
Halldór Gunnarson félagsráðgjafi hefur verið ráðinn til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar. Halldór hefur þegar hafið störf. Halldór var lengi formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar og hefur komið víða við hvað varðar málefni fatlaðra. Halldór er Borgfirðingur að ætt og uppruna og var kúasmali fleiri sumur á Ásbjarnarstöðum.
Hann er eins og fyrr segir menntaður félagsráðgjafi og mun starfa við alla almenna félagsþjónustu og barnavernd ásamt félagsmálastjóra.
 
 

Share: