Lína langsokkur komin í Borgarbyggð

mars 12, 2009
Ungmennafélagið Íslendingur frumsýnir leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit næstkomandi laugardag. Undanfarnar vikur hafa félagar í Íslendingi lagt nótt við dag við æfingar og nú er stóra stundin að renna upp. Alls taka um 20 leikarar á öllum aldri þátt í sýningunni og hópur fólks sér um nauðsynlega baktjaldavinnu. Aðalhlutverk leikur Sigrún Rós Helgadóttir frá Mið – Fossum og leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir. Zusanna Budai sér um tónlistarstjórn. Sem fyrr segir verður frumsýnt í Brún á laugardaginn og hefst sýningin kl. 14.00. Næsta sýning verður sunnudaginn 15. mars á sama tíma. Miðaverð er kr. 2.000 en veittur er fjölskylduafsláttur þ.e. kjarnafjölskyldan greiðir aldrei meira en kr. 6.000. Miðapantanir í símum 437-1303,661-2629(Beta), 437-1227, 895-4343(Eyfi Kiddi)
 
Mynd: ÞH.

Share: