Vetrarmót hestamannafélagsins Grana

mars 11, 2009

Annað vetrarmót Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri verður haldið fimmtudaginn 12. mars. Mótið fer fram á Miðfossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum: 1. flokki, 2. flokki og flokki 17 ára og yngri. Mótið byrjar kl. 19:00 og þeim sem ætla að taka þátt er befnt á að skrá sig á netfangið: grani@lbhi.is fyrir miðvikudagskvöldið 11. mars. Ekki verður tekið á móti skráningum á staðnum.

Skráningargjaldið er kr. 1000 á hest í 1. og 2. flokki, 500 krónur á 17 ára og yngri.
Í skráningunni þarf að koma fram:

Nafn keppanda, nafn hests, aldur, litur, hönd sem riðið er uppá. V/H.
Skráningargjald þarf að borga á staðnum og áður en keppandi ríður í braut.
Mótaröð Grana er stigakeppni og fá stigahæstu í hverjum flokki verðlaunagrip á síðasta móti.

Dagskrá Vetrarins:
22. mars – Barnamót og skemmtun fyrir börn að Miðfossum
2. apríl – Þriðja vetrarmót Grana haldið að Miðfossum. Smali.
23. apríl – Skeifudagurinn
 

Share: