Tónleikar Samkórs Mýramanna

mars 9, 2009

Samkór Mýramanna heldur sína árlegu miðsvetrartónleika fimmtudaginn 12. mars næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verða í Borgarneskirkju. Að venju mun kórinn bjóða til sín gestasöngvara. Að þessu sinni er það stórsöngvarinn og skemmtikrafturinn Örn Árnason. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir. Allir eru velkomnir, frítt er inn en kassi fyrir frjáls framlög verður til staðar.
 
 
 

 

Samkór Mýramanna var stofnaður árið 1981 og hafa kórfélagar alla tíð verið 25 til 35 úr Borgarbyggð. Æfingar eru haldnar einu sinni til tvisvar í viku frá október fram í maí. Kórinn hefur haldið miðsvetrartónleika í Borgarfirði, vortónleika í Seltjarnarneskirkju og vorhátíð í Lyngbrekku. Einnig hefur kórinn komið fram á hinum ýmsu stöðum um landið á sínum vorferðum, þá gjarnan í samstarfi við þá kóra sem starfa á þessum stöðum og fengið til sín kóra á vorhátið í Lyngbrekku eins og fyrr greinir. Þrisvar hefur kórinn farið í söngferð erlendis þ.e. 1997 til Þýskalands og Austurríkis, árið 2000 til Færeyja og árið 2007 til Ítalíu og Austurríkis. Gestasöngvarar á miðsvetrartónleikum hafa verið meðal annars Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðsson, Valgeir Guðjónsson, Magnús Eiríksson og Óskar Pétursson svo einhverjir séu nefndir, auk þess hafa kórfélagar sungið einsöng með kórnum svo og raddþjálfari Theódóra Þorsteinsdóttir. Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska „Yfir bænum heima“ 1993 og „Máttur söngsins“ 2005.
(Fréttatilkynning)
 

Share: