Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi þriðjudaginn 19. janúar næstkomandi frá kl. 10.00 – 17.00. Allir velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar. Þörf er á 70 blóðgjöfum á degi hverjum og eru Borgfirðingar hvattir til að koma og gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf.
Atvinnumál kvenna
Fréttatilkynning Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar Nú eru styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar en það er Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þá ár hvert. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar. Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar. Hægt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, til vöruþróunar, markaðsmála, …
Skyndihjálp í efnahagsumræðunni
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur nú í vikunni fyrir áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestri um ruglingsleg orð og hugtök úr efnahagsumræðunni. Aðgangur er ókeypis og skráningar standa nú yfir. Fyrirlesari er Vífill Karlsson. Sjá auglýsingu hér.
Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur – 2010
Lið Menntaskóla Borgarfjarðar keppir í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld. Það eru þeir Skúli Guðmundsson, Eggert Örn Sigurðsson og Sigurður Þórarinsson sem skipa lið Menntaskólans og þjálfari þeirra er Bjarni Páll Ingason. Þeir mun etja kappi við lið Tækniskólans og hefst viðureignin kl. 20.30 á Rás 2.
Nýr meirihluti myndaður
Samkomulag hefur tekist með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í Borgarbyggð um myndun nýs meirihluta sem starfa mun fram að sveitarstjórnarkosningum í vor.Málefnasamningur flokkanna var undirritaður í gær og hann má nálgast hér.
Menningarráð Vesturlands
Umsóknarferstur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands rennur út mánudaginn 18. janúar. Upplýsingar má nálgast á vef menningarráðs,http://menningarviti.is
Kynningarfundur um Miðaldaböð
Á morgun miðvikudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur um hugmyndir að Miðaldaböðum við Deildartunguhver. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal og hefst klukkan 20.30. Þingmönnum kjördæmisins verður boðið á fundinn og fundarstjóri verður Sveinbjörn Eyjólfsson. Það eru þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetri sem hafa ásamt fleirum unnið að hugmyndinni um Miðaldaböðin og þess má …
Sundnámskeið
Viltu læra að synda eða bæta sundstíl þinn ? Sundnámskeið fyrir fullorðna þ.e. 18 ára og eldri verður haldið í innilauginni í Borgarnesi og hefst 20. janúar ef þátttaka er næg. Þetta er mánaðarnámskeið og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18.00 – 19.00. Verð 8.000 kr. Skráning í afgreiðslu eða hjá leiðbeinanda Ingimundi Ingimundarsyni í síma …
Gaukurinn onar að nýju
Félagsmiðstvöðvarstarfið fyrir 7. – 10. bekk hefst aftur fimmtudaginn 14. janúar í Gauknum á Bifröst. Starfsmaður í Gauknum er Hjalti Sigurðarson. Allir nemendur í þessum bekkjum eru boðnir velkomnir og hvattir til að taka þátt í starfinu sem unnið er í félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins. Auglýsingu má nálgast hér.
Starf menningarfulltrúa lagt niður
Um áramótin tóku gildi breytingar á embætti menningarfulltrúa sveitarfélagsins. Guðrún Jónsdóttir var ráðin í hálft starf menningarfulltrúa haustið 2006 og seinna í starf forstöðumanns Safnahúss, einnig í hálfu stöðugildi. Eiginlegt starf menningarfulltrúa hefur nú verið lagt niður og Guðrún ráðin í fullt starf sem forstöðumaður Safnahúss og hefur hún flutt skrifstofu sína þangað. Þau verkefni sem menningarfulltrúi hafði áður með …