Íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

febrúar 11, 2010
Föstudaginn 12. febrúar næstkomandi verða úrslit kynnt í kjöri á íþróttamanni ársins 2009 í Borgarbyggð. Athöfnin fer fram strax að loknum leik Skallagríms og KFÍ og hefst um kl. 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar hefur umsjón með kjörinu en deildir og félög í Borgarbyggð hafa tilnefnt sitt besta íþróttafólk. Þá verður einnig veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar, viðurkenningar til íþróttafólks sem skarað hefur fram úr og viðurkenningar frá Skallagrími.
Sjá má auglýsingu frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hér.
 

Share: