Starfsfólk ráðhússins í Borgarnesi fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar hressir krakkar úr Tómstundaskólanum litu við. Krakkarnir höfðu brugðið sér í allra kvikinda líki í tilefni öskudagsins og voru skrautleg að sjá. Þau tóku lagið fyrir starfsfólk og gesti í ráðhúsinu og þáðu nýja blýanta að launum. Starfsfólk ráðhússins þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna. Meðfylgjandi myndir tók Ásthildur Magnúsdóttir.