Keppnin ,,Hjólað í vinnuna” hófst í dag 5. maí og stendur til 25. maí. Starfsmenn ráðhússins í Borgarnesi taka þátt og er liðið skráð undir heitinu Ráðhúsgengið. Núna eru skráðir til keppni 10 af 19 starfsmönnum, en vonir eru bundnar við að þeir sem ekki eru búnir að skrá sig til keppni geri það á næstu dögum. Hægt er að …
Aðalfundur Dvalarheimilisins var 20. apríl
Stjórn DABAðalfundur Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi vegna rekstrarársins 2009 var haldinn í húsakynnum heimilisins þriðjudaginn 20. apríl síðastliðinn. Þar flutti formaður stjórnar, Magnús B. Jónsson, skýrslu stjórnar. Komu þar fram einlægar þakkir stjórnar til starfsmanna heimilisins fyrir gott og fórnfúst starf í þágu heimilisins. Rekstur heimilisins á árinu 2009 kom vel út og skilaði hagnaði frá reglubundnum rekstri. Velta heimilisins …
Matjurtagarðar í Borgarnesi
Tilkynning til leigjenda matjurtagarða í Borgarnesi: Vegna kulda í jarðvegi verður ekki hægt að afhenda matjurtagarða til notkunar í Borgarnesi eins og til stóð í þessari viku. Stefnt er að því í næstu viku. Umhverfisfulltrúi mun hafa samband mánudaginn 10. maí við þá sem leigt hafa garða og láta vita hvenær garðarnir verða tilbúnir til notkunar.
Mótttaka framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 29. maí 2010 rennur út kl. 12,oo á hádegi, laugardaginn 08. maí 2010. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi laugardaginn 08. maí 2010 frá kl. 11,oo – 12,oo og veitir þar framboðslistum viðtöku. F.h. yfirkjörstjórnar Hilmar Már Arason Kjartansgötu 1 310Borgarnes …
Köttur í óskilum 2010-05-03
Hjá dýraeftirlitsmanni Borgarbyggðar er hvít læða í óskilum. Hún er ómerkt, ekki með ól og var tekin á Borgarbraut. Ef einhver saknar læðunnar er viðkomandi beðinn að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.
Uppreisn Æru í Menntaskóla Borgarfjarðar
Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir leikritið Uppreisn Æru á Hátíðarsal skólans föstudaginn 30. maí kl. 20:00. Leikritið Uppreisn Æru er eftir Ármann Guðmundsson og í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Leikritið er grátbroslegur gamanleikur, spaugileg ádeila á sjálfhverfan nútímamanninn. Næstu sýningar verða 2. 6. og 9. maí. 2 og 6. maí hefjast sýningar kl. 20.00 en þann 9. maí hefst sýningin kl. …
Bókun Byggðarráðs um vegaframkvæmdir
Á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Borgarbyggð. Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundinum: „Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að gæta sem mests jafnræðis milli landshluta þegar horft verður til vegaframkvæmda og tryggja að fé sé veitt til nauðsynlegs viðhalds þess vegakerfis sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum. Það er umhugsunarefni …
Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna gosösku
Fjölmiðlateymi Samhæfingarstöðvar Almannavarna hefur tekið saman bækling sem nefnist „Hætta á heilsutjóni vegna gosösku – Leiðbeiningar fyrir almenning“. Bæklingurinn er þýddur úr ensku og í hann settar íslenskar myndir með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins. Hann er þýddur, yfirlesinn og útgefinn í samvinnu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rauða Kross Íslands, Landspítala og Landlæknis / Sóttvarnalæknis. Bæklingurinn er að sögn fjölmiðlateymisins ekki fullkominn en þegar …
UNIFEM kynning og skemmtun
Mikið verður um dýrðir í Landnámssetri Íslands á fimmtudagskvöldið þegar dagskrá tileinkuð störfum UNIFEM um víða veröld fer þar fram. UNIFEM á Íslandi beinir um þessar mundir sjónum sínum að vitundarvakningu um málefni kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum meðal almennings á Íslandi. Nú er ferðinni heitið í Borgarnes þar sem öflugir sjálfboðaliðar hafa tekið höndum saman og boðað …
Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði
Menningarráð Vesturlands, í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins, boðar til kynningarfunda á norrænum og evrópskum menningarsjóðum. Fundirnir verða haldnir í Hvíta bænum í Borgarnesi 26. apríl kl. 11,oo – 13,oo og á Ráðhúsloftinu Stykkishólmi 26. apríl kl. 15,oo – 17,oo. Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til …