Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarins árs. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna, út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var …
Köttur í óskilum 2010-09-27
Óskilaköttur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður í Borgarnesi þann 26. september. Kötturinn er ómerktur, grábröndótt og blesótt læða. Hann er ungur og lítill, jafnvel ekki fullvaxinn. Eigandi þessa kattar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.
Fundur um málefni Borgarness
Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi gangast fyrir opnum kynningarfundi mánudagskvöldið 27. september á Hótel Borgarnesi. Efni fundarins eru umræður um starf og stefnu samtakanna, en þau eru nokkurs konar hollvinasamtök gamla miðbæjarins í Borgarnesi.Fundurinn hefst kl. 20.30 og allir þeir sem bera hag Borgarness fyrir brjósti eru hjartanlega velkomnir. Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir
Bæklingur um félagsstarf eldri borgara
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni hafa gefið út bækling með upplýsingum um vetrardagskrá félaganna. Bæklingurinn verður borinn í hús en hann má einnig skoða hér.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Fenginn er hópur fólks til að skoða þá staði sem tilnefndir eru. Sá hópur leggur fram tillögu til umhverfisnefndar um hver eigi að hljóta viðurkenningu í hverjum flokki. Að þessu sinni bárust 15 tilnefningar og …
Íbúafundur í kvöld um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð. Í lok fundar verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar
Í kvöld, fimmtudaginn 23. september verður haldinn íbúafundur um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð, kl. 20:00 í Menntaskólanum í Borgarnesi. Sjá hér auglýsingu sem send var sem dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar verða veittar í lok fundar. Allir þeir sem tilnefningu fengu hafa verið boðaðir á fundinn.
Fræðslufundur um ADHD
Í tilefni af vitundarviku ADHD samtakanna verður boðið upp á opinn fund í Mennta- og menningarsal Borgarbyggðar þriðjudaginn 21. september kl. 20:00. Fyrirlesari er Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Gylfi hefur sérhæft sig í ADHD röskunum, einkennum þeirra og hagnýtri rágjöf fyrir aðstandendur og skóla. Aðangur er ókeypis og öllum opinn.
Umhvefisvæn og landbúnaðartengd ferðaþjónusta
Vinnusmiðja um umhverfisvæna og landbúnaðartengda ferðaþjónustu verður í Skemmunni á Hvanneyri þriðjudaginn 21. september næstkomandi og hefst kl. 13.00. Meðal fyrirlesara verða Ragnhildur Sigurðardóttir lektor við LBHÍ, Þorsteinn Guðmundsson prófessor við LBHÍ, Gísli Einarsson fréttamaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir ferðaþjónustubóndi, Áskell Þórisson útgáfu og kynningarstjóri LBHÍ og Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir aðjúnkt við Háskólann á Hólum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. …
Sælir eru sauðir og blessaðir því þeir munu landið bíta
Fréttatilkynning: Í samræmi við ályktun frá Landssamtökum fjárfesta og vegna stigvaxandi þrýstings frá ýmsum hagsmunasamtökum, s.s. ESB, BSRB, ADSL, SMS, MSN, LSD, Breska fjármálaráðuneytinu, Samtökum Sláturleyfishafa í Suður Wales, Félagi Hollenskra innistæðueigenda og Lögreglukórnum, hefur verið ákveðið að halda Sauðamessu í Borgarnesi laugardaginn 9. oktober á þessu ári. Að messunni standa áhugamenn um almennan sauðshátt og sauðfjárbændur í Borgarfirði og …
Samgönguvika
Samgönguvika hófst í dag og af því tilefni hefur verið opnuð sérstök heimasíða, http://samgonguvika.is/. Síðan er unnin í samvinnu umhverfisráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í Samgönguviku að þessu sinni. Á síðunni er til dæmis hægt að skoða dagskrá Samgönguviku 16.-22. september, lesa fréttir af viðburðum vikunnar og taka þátt í getraun þar sem hægt er að vinna reiðhjól …