Frá Umhverfis- og skipulagsnefnd

nóvember 29, 2010
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 15. nóvember síðastliðinn voru, meðal annars, til umfjöllunar erindi frá Orkustofnun og Fiskistofu.
 
Orkustofnun vill minna landeigendur á tilkynningaskyldu landeigenda vegna jarðboranna. Samkvæmt 1. mgr. 10.gr. laga nr. 57/1998 er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, með allt að 3,5 MW afli miðað við vermi sem tekið er úr jörðu alls innan eignarlands. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiriháttar framkvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt að setja landeiganda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum aðstæðum.
 
Fiskistofa ítrekar að samkvæmt 33. grein laga nr. 61/2006 um lax og silungsveiði með síðari breytingum, þarf að leita eftir heimild fiskistofu vegna allra framkvæmda við ár og vötn hvort sem um er að ræða malartekju, bakkavarnir, veiðistaðagerð, sleppitjarnir fyrir fisk o.s. frv. Finna má ítarlegar upplýsingar um hlutverk Fiskistofu í tengslum við framkvæmdir við ár og vötn á vefsíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is undir lax og silungsveiði. Þeim sem hyggja á framkvæmdir bent á að kynna sér lög og reglur og afla tilskilinna leyfa áður en farið er í framkvæmdir.
 
 

Share: