Brúðuleikhúshátíð í Borgarnesi

Helgina 31. mars – 3. apríl verður fyrsta alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin haldin í Brúðuheimum, BIP (Borgarnes International Puppet Festival). Hátíðin er haldin í húsakynnum Brúðuheima í Englendingavík, en hún mun einnig teygja anga sína víðsvegar um gamla bæinn í Borgarnesi og glæða hann lífi með fjölbreyttum dagskráratriðum. Í ár er lögð megináhersla á norrænt brúðuleikhús á hátíðinni. Heiðursgestur hátíðarinnar er …

Íbúafundur um landbúnaðarmál 2011

Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til íbúafundar þar sem málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Kynnt verður aðkoma sveitarfélagsins að þessum málaflokki. Hér gefst tækifæri til að ræða refa- og minkamálin, sorphirðuna og smalanir, svo fátt eitt sé nefnt. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þann 28. mars og hefst kl. 20:30.    

Menningarráð Vesturlands úthlutar styrkjum

Styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2011 hefur verið úthlutað hjá Menningarráði Vesturlands. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu Brúðuheimar í Borgarnesi, 1.250.000 krónur, vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið, brúðuleikhús fyrir fullorðna leikhúsgesti. Hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M Jónsdóttir reka Brúðuheima. Landnámssetur Íslands hlaut eina milljón í styrk til að setja upp „Töfrar heiðninnar“ fyrir börn og …

Pílagrímsferð á 21. öld

Af vef Safnahúss Borgarfjarðar: Í gær kom mikill heiðursgestur í Safnahús, Dr. Emily Lethbridge. Hún er í pílagrímsferð um Ísland á gömlum Land Rover og hefur undirbúningur ferðarinnar staðið yfir í langan tíma. Hluti þess var að dvelja á bóndabæ á Íslandi árið 2008 til að læra málið, en einnig hefur Emily kynnt sér tæknihlið bílsins vel til að geta …

Fornbíla- og samgöngusafn

Frá undirbúningshópi: Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar verið að huga að stofnun Samgöngusafns í héraðinu. Nú stendur til að stofna félag um fornbíla og samgöngusafn í Borgarfirði og stofnfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 19.30. Fundurinn verður í tilvonandi húsnæði félagsins í kjallara gamla sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi. Allir áhugamenn um gamla bíla og samgöngur í Borgarfirði eru …

Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar 2010

Jón Ingi Sigurðsson sundmaður úr Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2010 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti laugardaginn 19. mars.   Í tilnefningu frá sunddeild Skallagríms segir um Jón Inga: Jón Ingi er ákaflega duglegur og efnilegur sundmaður. Hann bætti 37 Borgarfjarðarmet á árinu í pilta- og karlaflokki og á nú 60 Borgarfjarðarmet. Hann á auk þess besta tíma ársins …

Af nógu að taka – fjöldi viðburða í Borgarbyggð um helgina

Það verður nóg að gera hjá íbúum Borgarbyggðar ef þeir ætla að sækja alla þá viðburði sem verða á dagskrá þessa helgina í sveitarfélaginu. Þá er upplagt fyrir ferðamenn að staldra við og njóta lífsins og taka þátt og upplifa fjölbreytta menningu.     Á dagskrá er m.a.: Föstudagur 18.03.   Kl. 16,00 Opnun skósýningarinnar miklu í Gamla Mjólkursamlaginu við …

Messa fellur niður

Messa sem vera átti í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag, 20. mars, fellur niður. Taize-messa verður sunnudaginn 27. mars kl. 14.00 Ólafur Flosason óbóleikari og nokkrir nemendur hans taka þátt í messunni ásamt kirkjukór Borgarneskirkju. Minnum á barnastarf kirkjunnar næstu sunnudaga kl. 11.15.  

Atvinnutækifæri í Borgarbyggð – opinn fundur

Vinnuhópur um atvinnumál heldur opinn fund um atvinnutækifæri í Borgarbyggð mánudaginn 21. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar og hefst kl. 12.15. Hugmyndin er að hafa almennt spjall um atvinnumál og þau tækifæri sem leynast í Borgarbyggð. Boðið verður upp á kaffi og te.  

Málþing í Snorrastofu

Vatnasvæði HvítárBúsvæði, veiðinýting – sjálfbærni til framtíðar Málþing um vatnasvæði Hvítár verður haldið í Snorrastofu laugardaginn 19. mars næstkomandi. Málþingið er haldið í samvinnu Snorrastofu og Veiðimálastofnunar. Auglýsingu og dagskrá má sjá hér.