Slökkt á götuljósum

apríl 26, 2011
Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 2. maí næstkomandi. Undantekning er þjóðvegurinn gegnum Borgarnes en þar munu ljós áfram loga eins og verið hefur.
Er þetta þriðja sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar.
Sem dæmi um fleiri aðgerðir við kostnaðaraðhald vegna lýsingar má nefna að stýribúnaður hefur verið mældur og sannreynt að ljós slökkni/kvikni á þeim tíma sem stillt hefur verið skv. fótósellu. Þá má líka nefna að sett hefur verið tímastýring á lýsingu þar sem notkun er bundin við ákveðið tímabil dagsins.
Gert er ráð fyrir að slökkt verði á götuljósum í um 15 vikur og að kveikt verði aftur fyrir miðjan ágúst næstkomandi.
Jökull Helgason
Forstöðumaður framkvæmdasviðs
 
 

Share: