Skógarganga í Einkunnum á ,,Degi umhverfisins” 2011

apríl 20, 2011
Í tilefni af ,,Degi umhverfisins“ býður umsjónarnefnd Einkunna til skógargöngu í Einkunnum annan í páskum þann 25. apríl 2011 kl. 10:00.
Safnast verður saman á bílastæðinu við Álatjörn þar sem Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar mun kynna dag umhverfisins. Þaðan verður gengið upp að 10. landnámsvörðunni og hringsjánni og síðan í gegnum skóginn eftir göngustígum að fræðslurjóðrinu og þaðan aftur að Álatjörn. Þetta verður róleg ganga þar sem staldrað verður við á nokkrum stöðum undir leiðsögn Hilmars Más Arasonar, formanns umsjónarnefndar Einkunna og Friðriks Aspelund frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Gert er ráð fyrir að dagskráin taki tæpar tvær klukkustundir.
 
Umsjónarnefnd Einkunna hvetur sem flesta til að taka þátt í göngunni og njóta útiveru á 2. í páskum í fallegu umhverfi með einstöku útsýni.
 
 

Share: