Fimmtudaginn 14. apríl heldur Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi
Bókasafnsdag.
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar tekur að sjálfsögðu þátt í þessu sameiginlega átaki og af því tilefni útbjó starfsfólk Safnahúss glærusýningu þar sem sýnt er lítið brot af því fjölbreytilega og merkilega efni sem finna má á safninu.
Fartölvu hefur verið komið fyrir við afgreiðsluborðið þar sem glærusýningin mun ganga þennan dag og jafnvel lengur. Þá verður einnig hafður uppivið listi yfir 100 (reyndar 116 bækur) íslenskar bækur sem allir verða að lesa, en listinn er unninn af starfsfólki Amtsbókasafnsins á Akureyri með dyggri aðstoð starfsfólks á bókasöfnum landsins. Að lokum má geta þess að boðið verður uppá konfekt í Safnahúsi í tilefni dagsins.
Aðsókn að Héraðsbókasafni Borgarfjarðar hefur verið mjög góð undanfarin ár.
Verið velkomin á bókasafnið!
Lesa má meira um bókasafnsdaginn hér.