Matjurtagarðar til leigu 2012

Líkt og undanfarin ár er íbúum Borgarbyggðar gefinn kostur á að leigja sér matjurtagarða til ræktunar í sumar. Garðarnir eru í landi Gróðrarstövarinnar Gleymérei í við Borgarnes og verða tilbúnir til afhendingar nú í maíbyrjun. Tvær stærðir eru í boði, 15 m2 á kr. 3.950 og 30 m2 á kr. 5.600. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur …

Fyrirlestur í Snorrastofu – Ástríður og Jósep

Síðasti fyrirlestur Snorrastofu þennan veturinn verður þriðjudaginn 8. maí næstkomandi. Þá mun Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli flytja fyrirlestur um þau mekishjón, Ástríði Þorsteinsdóttur frá Húsafelli og Jósep Elíesersson, sem ættaður var úr Húnaþingi. Lengst af bjuggu þau á Signýjarstöðum, eða frá 1901-1946. Þegar skyggnst er yfir ævi þeirra kemur margt forvitnilegt í ljós. Athafna- og framtakssemi Jóseps var við brugðið …

Grunnskólinn í Borgarnesi – lausar stöður

Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar staða/stöður grunnskólakennara. Kennslugreinar eru almenn kennsla á miðstigi og textílmennt. Áhugasamir kennarar eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra, Kristján Gíslason, kristgis@grunnborg.is, í síma 437-1229 eða 898-4569 og fá þannig frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Einnig er bent á heimasíðu skólans, www.grunnborg.is . Umsóknarfrestur er til 15. maí.  

Laust starf við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Starfsmaður óskast í fullt starf við leikskólann Hnoðraból frá og með 9. ágúst 2012. Starfið skiptist þannig, 60% staða matráðs og 40% staða inn á deild. Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-19 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa …

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í mars 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í mars 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar og febrúar 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju

Tveir nemendur eru að ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þær Birna Kristín Ásbjörnsdóttir og Hallbjörg Erla Fjeldsted. Framhaldsprófstónleikarnir verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 20:00. Birna Kristín stundar píanónám hjá Jónínu Ernu Arnardóttur. Hún hefur komið fram við ýmis tækifæri meða annars með Kór Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig hefur hún sótt masterklassa hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, László Baranay …

Fótbolti fyrir alla

Knattspyrnudeild Skallagríms í samstarfi við Borgarbyggð, mun á næstunni bjóða upp á nýjung í starfi sínu, verkefni sem kallast Fótbolti fyrir alla. Um er að ræða vikulegar knattspyrnuæfingar fyrir börn og unglinga með sérþarfir, einstaklinga sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að stunda reglulegt íþrótta-og tómstundastarf. Æft verður í litlum hópum, æfingar eru einstaklingsmiðaðar og þátttakendur æfa fótbolta á …

Dagforeldri vantar á Hvanneyri

Ekkert dagforeldri hefur starfað á Hvanneyri í vetur og vantar dagvistun fyrir börn yngri en 18 mánaða. Dagforeldrar starfa sjálfstætt, en Borgarbyggð niðurgreiðir kostnað vegna vistunarinnar beint til dagforeldris sjá http://www.borgarbyggd.is/Files/Skra_0046108.pdf Leyfi þarf til að starfa sem dagforeldri, sbr. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Leyfisveitingar eru hjá velferðarnefnd – allar upplýsingar hjá félagsmálastjóra hjordis@borgarbyggd.is Önnur umsýsla með …

Frumkvöðull í ljósi sögunnar – Erlendur Gunnarsson á Sturlureykjum

Dagskrá á vegum Snorrastofu í Reykholti um bóndann og þúsundþjalasmiðinn á Sturlureykjum, sem fyrir rúmum 100 árum hóf að nýta jarðvarma til hagsbóta fyrir heimili sitt og samborgarana. Dagskráin, sem unnin er í samvinnu við ættingja Erlendar, verður haldin í húsnæði Héraðsskólans í Reykholti, laugardaginn 28. apríl kl. 14.00 og á henni verður horft til Erlendar og fjölskyldu hans, rýnt …

Kristín ráðin leikskólastjóri

Kristín Gísladóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Kristín útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2002 og hefur starfað við leikskóla hér á landi og í Danmörku. Hún hefur starfað við leikskólann Ugluklett frá opnun árið 2007 og tekið þátt í mótun leikskólastarfsins sem aðstoðarleikskólastjóri og undanfarið sem starfandi leikskólastjóri. Kristín er fædd árið 1973, býr í Borgarnesi og …