Tómstundaakstur frá Grunnskóla Borgarfjarðar

september 11, 2012
Í haust hófst tómstundaakstur úr Grunnskóla Borgarfjarðar í Borgarnes en bílar aka frá Varmlandi, Kleppjársreykjum og Hvanneyri í Borgarnes eftir að skóladegi lýkur.Með þessu gefst nemendum grunnskólans betra tækifæri til að taka þátt í tómstundastarfi í Borgarnesi. Ferðin er nemum að kostnaðarlausu. Brottför frá skólunum er kl. 13.45 mánudaga og föstudaga og hina dagana kl. 15.15. Heimferðin er hins vegar á ábyrgð foreldra, en flest barnanna geta nýtt sér ferðir Strætó b.s. kl.18.45 til þess að komast heim aftur. Fyrir ferðina með almenningsvagninum er greitt í samræmi við fargjald Strætó bs.
 

Share: