Góð gjöf til grunnskólanna

september 12, 2012
Ingibjörg Inga og Bernhard Þór
Nýverið kom Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Arion banka í Borgarnesi færandi hendi í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólann í Borgarnesi. Bernhard afhenti hvorum skóla 15 notaðar borðtölvur og skjái sem bankinn var að skipta út. Bernhard notaði tækifærið þegar hann kom í skólann á Kleppjárnsreykjum og skoðaði gamla skólann sinn og rifjaði upp minningar skólaáranna. Margt hefur breyst og Það var gaman að sjá svipinn á samstarfsfélaga úr bankanum þegar Bernhard lýsti aðstöðunni sem var til íþróttaiðkunar í skólanum á þeim árum, gangurinn fyrir framan bókasafnið var látinn duga! Skólarnir færa Arion banka bestu þakkir fyrir gjöfina og velvild í þeirra garð. Tölvurnar munu nýtast þeim vel.
 

Share: