“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni

september 18, 2012
Forsíða 2012
Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.
Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins. Myndirnar skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is

 

Share: