Safnahúsið og Tónlistarskólinn bjóða í sameinigu til tónleika þriðjudaginn 13. nóvember. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans flytja frumsamið efni byggt á þulum eftir borgfirskt ljóðskáld og börn úr 5. bekkjum grunnskóla í Borgarfirði og nágrenni sýna ljóð sem þau hafa samið á undanförnum vikum undir leiðsögn kennara. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar. Dagskráin er haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu. …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012
Síðastliðinn laugardag, þann 10. nóvember, voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2012 veittar, að viðstöddu fjölmenni, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hátíðardagskráin hófst með gönguferð frá Klettaborg að Landnámssetri eftir göngustígum sem borið hafði verið möl í nokkru áður. Í Landnámsetri var boðið upp á kaffi og kleinur um leið og formenn umhverfis- og skipulagsnefnar og landbúnaðarnefndar tilkynntu hverjir hefðu hlotið viðukenningarnar …
Baráttudagur gegn einelti
Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti Í dag, 8. nóvember, er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Slíkur baráttudagur var fyrst haldinn árið 2011 að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst …
Hundur í óskilum 11-08
Íslenskur hundur, frekar dökkur að lit, var handsamaður í Bjargslandi í Borgarnesi um kl. 11,30 í dag, fimmtudaginn 8. nóvember. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Guðmund Skúla Halldórsson í síma 892-5044.
Truflanir á þjónustu hitaveitu – fréttatilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur
Vegna endurbóta á heitavatnslögninni frá Deildartungu verða truflanir á þjónustu hitaveitunnar á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit nú í vikunni. Fyrirhugað er að tengja nýjan 3,2 km langan kafla í aðina í landi Hests og Kvígsstaða. Þar hafa bilanir verið tíðar síðustu ár. Verkáætlunin er þessi en hún getur breyst ef veður verður óhagstæðara en spár gera ráð fyrir: * …
Undankeppni Stíls í Óðali
Sigurvegarar kvöldsinsUndankeppni Stíls, hönnunarsamkeppni félagsmiðstöðvanna, fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðal í Borgarnesi í síðustu viku. Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem í ár er framtíðin. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Þrír …
Umhverfisdagur í Borgarbyggð
Laugardaginn 10. nóvember 2012 verður boðið til gönguferðar um nýlegan göngustíg í Borgarnesi og í framhaldi af henni verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar í Landnámssetri. Gönguferðin hefst kl. 11:00 við Leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Þaðan verður gengið eftir nýlegum göngustíg yfir í Þórðargötu, meðfram kirkjugarðinum að Kveldúlfsgötu, þaðan með Borgarvoginum að Kjartansgötu. Síðan verður gengið niður á íþróttasvæðið og á …
Lokað vegna framkvæda OR
Vegna framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur verður sundlaugasvæðið í Borgarnesi lokað frá hádegi þriðjudaginn 6. nóvember til og með föstudags 9. nóvember. Opnað verður aftur laugardaginn 10. nóvember kl. 09.00. Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar verður annars með óbreyttum hætti. Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi eru opnar á skólatíma (kennsla hefur forgang) og á Kleppjárnsreykjum er opið á þriðju- og fimmtudagskvöldum frá kl. 19.00 – …
Fyrirlestur í Snorrastofu – Skráning örnefna í Borgarfirði
Fyrirlestur Ragnhildar Helgu Jónsdóttur um skráningu örnefna í Borgarfirði verður haldinn í Snorrastofu 6. nóvember 2012 og hefst kl. 20.00. Á síðustu 20 árum hefur verið unnið mikið starf við skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði, bæði á vegum Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og sem BS-verkefni í landfræði við Háskóla Íslands. Reynslan hefur sýnt að það er hver að verða …
EKKI MEIR – fræðsluerindi um einelti og forvarnir
Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið í Félagsbæ í Borgarnesi fimmtudaginn 1. nóvember kl. 19.30. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, ásamt eineltisplakati og og …