Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum: – Hvanneyri mánudaginn 26. nóvember. – Bifröst þriðjudaginn 27. nóvember. – Borgarnesi miðvikudaginn 28. nóvember. – Reykholt og Kleppjárnsreykir eftir samkomulagi. Vegna mikilla biðraða sem sköpuðust í fyrra við hunda- og kattahreinsun í Borgarnesi er í ár boðið upp á að koma með hundana á ólíkum tíma eftir skráningarnúmerum þeirra …
Bilun í símkerfi á Kleppjárnsreykjum
Bilun er í símkerfi á Kleppjárnsreykjum og nágrenni og stendur viðgerð yfir fram eftir degi. Þeir sem þurfa að ná sambandi við grunnskólann geta hringt í Ingibjörgu deildarstjóra í síma 840 1520 eða í Jónu ritara í síma 699 4695.
Jólakort frá Bifröst
Tilkynning frá Útskriftarfélaginu á Bifröst: Útskriftarfélagið á Bifröst hefur gefið út jólakort til styrktar nemendum sem útskrifast næstkomandi haust. Það sem einkennir þessi jólakort eru ekki bara fjórar afskaplega fallegar myndir frá Bifröst að vetri til, sem Ágúst G. Atlason myndaði, heldur fóru nemendur út fyrir kassan og breyttu þeir þeim hefðbundna texta sem hefur verið í jólakortum hingað til. …
Frábært æskulýðsball
Síðatliðinn fimmtudag var haldið forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á ballið, sem haldið er árlega, er unglingum í 8. – 10. bekkjum grunnskóla á Vesturlandi boðið til að koma og skemmta sér og kynnast. Kvöldið hófst á skemmtiatriðum frá skólum og félagsmiðstöðvum en að því loknu kom fram leynigestur sem að þessu sinni var Einar Mikael töframaður. Hann …
Sagnakvöld í Safnahúsi
Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar verður haldið þriðjudaginn 20. nóvember og hefst kl. 20.00, þar verður lesið upp úr tveimur nýjum bókum og spjallað um vísur. Tveir höfundar lesa þar úr bókum sínum. Ólafur Steinþórsson les upp úr bók sinni Urðarmána og Böðvar Guðmundsson les úr Töfrahöllinni, nýrri skáldsögu sinni. Á dagskránni er einnig óformlegt vísnaspjall þar sem þrír af þekktustu hagyrðingum …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2013-2016 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 15. nóvember s.l. Á fundinum samþykkti sveitarstjórn samhljóða að fela byggðarráði að vinna að því að ná rekstrarjafnvægi í áætluninni á milli umræðna þannig að tekjur muni standa undir gjöldum. Síðari umræða verður fimmtudaginn 13. desember n.k.
Listsköpun unga fólksins
Ríflega 100 manns mættu á tónleika og opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær, en hátíðin var haldin sameiginlega af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi. Nemendur Tónlistarskólans fluttu frumsamið efni byggt á gömlum þulum eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur og opnuð var sýning á ljóðum nemenda úr grunnskólum á svæðinu. Stóðu allir krakkarnir sig með mikilli prýði, tónlistarflutningurinn var vel af hendi leystur …
Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa
Boðað er til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 18. nóvember 2012 kl. 11.00 þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Við Landspítalann koma saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga …
Litla hryllingsbúðin í Hjálmakletti
Frá leikfélagi Nemendafélags MB: Leikhópurinn Að þessu sinni mun Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar setja hinn sívinsæla söngleik Litlu hryllingsbúðina á svið. Sýningarnar fara fram í Hjálmakletti, sal Borgarbyggðar. Miðasala er í síma 616-7417 (Bjarki Þór) eða 862-8582 (Berglind) en einnig er hægt að senda póst á netfangið leikfelag@menntaborg.is. Miðaverð er í hófsamari kantinum, eða 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. …
Forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti
Frá unglingunum í Óðali: Fimmtudaginn 15. nóvember munu Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi og félagsmiðstöðin Óðal halda árlegt Forvarna- og æskulýðsball í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þessi frábæri viðburður á sér langa sögu í félagsstarfi unglinga á Vesturlandi en þátttakendur koma frá 13 skólum víðsvegar af svæðinu. Húsið opnar kl. 19.30 og þá munu DJ sveinar Óðals þeyta skífum til kl. 20.20 …