Auglýsing um skipulagslýsingar vegna deiliskipulaga í Borgarbyggð

febrúar 19, 2013
Borgarneskirkjugarður, Krumshólar partur 2, Klettaháls í landi Laufáss, Húsafell 6-7 Húsafelli og Fagrabrekka 1-3 Dalsmynni, sbr.40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Borgarneskirkjugarð
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Borgarneskirkjugarð.
Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir núverandi kirkjugarð ásamt stækkun garðsins en ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi fyrir Borgarneskirkjugarð.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Krumshóla, part 2
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir 10 ha lóð með byggingarreiti fyrir tvö íbúðarhús og hesthús úr landi Krumshóla,Borgarbyggð.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrirfrístundabyggð, Klettaháls í landi Laufáss
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir frístundabyggð, Klettaháls í landi Laufáss í Borgarbyggð.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir nýja lóð, Húsafell 6-7, með tveimur íbúðarhúsum að Húsafelli
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulagstillögu fyrir nýja lóð, Húsafell 6-7, með tveimur íbúðarhúsum að Húsafellií Borgarbyggð.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir þrjár frístundahúsalóðir, Fögrubrekku 1-3, á jörðinni Dalsmynni
Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulagstillögu fyrirþrjár frístundahúsalóðir, Fögrubrekku 1-3, á jörðinni Dalsmynni, Borgarbyggð.
Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022.
Framangreindar skipulagslýsingar voru samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 11.02.2013 og á fundi sveitarstjórnar þann 14.02.2013.
Þær er til sýnis á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá 21.02.2013 til 06.03.2013 á skrifstofutíma.
Athugasemdum við skipulagslýsingarnar skal skila í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eigi síðar en 06.03.2013 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingunum verða deiliskipulagstillögur fyrir hvert svæði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og þær kynntar samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.
Borgarbyggð í febrúar 2013
Jökull Helgason
skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
 

Share: