Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir.
Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins.
Umsóknir skulu berast til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti, 320 Reykholt, í síðasta lagi föstudaginn 1. mars 2013.
Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is
Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann taka það sérstaklega fram.