Áfram hægt að sjá Ingiríði

febrúar 26, 2013
Vegna afar góðrar aðsóknar á sýningu Safnahúss á upptöku af leikriti Trausta Jónssonar, Ingiríði Óskarsdóttur hefur verið ákveðið að lengja sýningartímabilið til 8. mars. Upptakan er frá sýningu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985 en þá hlaut leikritið rífandi aðsókn. Sýningar eru í Hallsteinssal alla virka daga kl. 16.00.
 
 

Share: