Nýting afréttarlands á Bjarnadal

Á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar þann 20. febrúar var ákveðið að halda opinn fund um afnot af afréttarlandi á Bjarnadal. Sjá fundargerð. Því er hér með boðað til almenns umræðu- og kynningarfundar um málið að Hraunsnefi þann 28. febrúar kl. 20.30.  

Styrkir úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til Emblu …

Eigið eldvarnaeftirlit hjá Límtré – Vírnet

Frá slökkviðsstjóra:   Þann 4. febrúar s.l. undirrituðu þeir Bjarni K. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri fyrir hönd slökkviliðs Borgarbyggðar og Aðalsteinn Símonarson fyrir hönd Límtré-Vírnets ehf. í Borgarnesi yfirlýsingu um samstarf slökkviliðsins og Límtré-Vírnets ehf. um eigið eldvarnaeftirlit fyrirtækisins.   Eftirlitið er þannig uppbyggt að skipaður er eldvarna- og öryggisfulltrúi innan fyrirtækisins sem hefur mánaðarlegt eftirlit með fyrirfram ákveðnum atriðum sem þurfa …

Kirkjugarðurinn í Borgarnesi

Almennur íbúafundur um kirkjugarðinn í Borgarnesi Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju boða til almenns íbúafundar um deiliskipulagstillögu og fyrirhugaðar framkvæmdir við kirkjugarðinn í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti mánudaginn 25. febrúar næstkomandi, í stofu 101 og hefst kl. 20.00. Borgarbyggð og Sóknarnefnd Borgarneskirkju    

Auglýsing um skipulagslýsingar vegna deiliskipulaga í Borgarbyggð

Borgarneskirkjugarður, Krumshólar partur 2, Klettaháls í landi Laufáss, Húsafell 6-7 Húsafelli og Fagrabrekka 1-3 Dalsmynni, sbr.40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Borgarneskirkjugarð Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Borgarneskirkjugarð. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir núverandi kirkjugarð ásamt stækkun garðsins en ekkert deiliskipulag hefur verið í gildi fyrir Borgarneskirkjugarð. Borgarneskirkjugarður – deiliskipulagslýsing Skipulagslýsing …

Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er á laugardaginn, 23. febrúar. Af því tilefni verður Tónlistarskóli Borgarfjarðar með opið hús í skólanum að Borgarbraut 23 föstudaginn 22. febrúar frá kl. 15.00 – 17.00. Nemendur skólans flytja fjölbreytta tónlist og bjóða í kaffi og kleinur. Allir velkomnir.  

Laust starf á Hnoðrabóli

Leikskólakennari óskast sem fyrst til starfa við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal. Um er að ræða 40 % stöðu. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun og/eða reynslu. Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-18 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 5-6 starfsmenn. Nauðsynlegt er …

Öskudagsferð Hnoðrabóls

Börnin á leikskólanum Hnoðrabóli lögðu land undir fót á öskudaginn og skruppu í Reykholt að heimsækja vinnustaði og gleðja fólk með söng og spjalli. Nær væri kannski að segja að þau hefðu lagt land undir dekk því krakkarnir leigðu sér bíl til fararinnar og notuðu til þess ágóða af sölu matreiðsluheftis sem þau gáfu út. Í ferðinni heimsóttu þau N1, …

Bjarki íþróttamaður Borgarbyggðar 2012

Bjarki PéturssonBjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness var valinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2012 um síðustu helgi. Að valinu stendur tómstundanefnd Borgarbyggðar en íþróttafélög í sveitarfélaginu senda inn tilnefningar. Bjarki náði á síðasta ári frábærum árangri í sinni íþrótt, keppti fyrir Íslands hönd á mótum erlendis og náði 3. sæti á Evrópumóti unglinga undir 18 ára sem haldi var í Sofíu í Búlgaríu. …

Vilborg Arna í Hjálmakletti á sunnudaginn

Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir heimsækir Borgarnes sunnudaginn 17. febrúar næstkomandi. Vilborg Arna vann einstakt afrek og sýndi mikla þrautseigju þegar hún gekk ein síns liðs á suðurpólinn til styrktar Lífi, Styrktarfélagi Kvennadeildar Landsspítalans. Gangan tók 60 daga en Vilborg hóf gönguna þann 19. nóvember síðastliðinn og lauk henni 17. janúar. Rótarýklúbbur Borgarness, í samstarfi við Borgarbyggð, stendur að skipulagi heimsóknar …